Hjálp og stuðningur

Fáðu svör við algengum spurningum um Gamakaup.is

Um Gamakaup.is

Hvað er Gamakaup.is?

Gamakaup.is er gámatilboðsvefsíða þar sem þú getur tekið þátt í hópkaupum á vinsælum vörum. Við bjóðum upp á gæðavörur á lægra verði þegar nægilega margir taka þátt í tilboðinu.

Hvernig virka gámatilboð?

Gámatilboð eru tímabundin tilboð þar sem vörur eru seldar á lækkuðu verði ef nægilega margir kaupendur taka þátt. Ef tilboðið nær tilskildum fjölda þátttakenda innan tilsetts tíma, þá virkjast tilboðið og varan er pöntuð.

Hvernig á að panta

1. Veldu vöru

Flettu í gegnum virk tilboð og veldu vöru sem þú hefur áhuga á. Skoðaðu vel lýsingu og tækniforskriftir.

2. Veldu magn og pantaðu

Veldu magn og ýttu á "Panta núna" til að fara beint í greiðsluferli.

3. Farðu í greiðsluferli

Fylltu út nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang. Veldu greiðslumáta og staðfestu pöntun.

4. Bíddu eftir staðfestingu

Þú færð staðfestingu í tölvupósti. Ef tilboðið nær lágmarki þá færðu tölvupóst um það og við pöntum vöruna, varan er svo afhent um leið og hún lendir á Íslandi. Ef lágmarksfjöldi næst ekki þá er pöntunin afturkölluð og þú færð endurgreitt/heimild niðurfelld.

Greiðslur og sending

Hvenær er greiðsla tekin?

Við tökum heimild á greiðslukortinu þegar þú pantar vöruna, ef lágmarki er náð þá skuldfærum við af kortinu þann dag sem lágmarki er náð. ATH á MasterCard kortum getur heimildin lifað í 30 daga en á VISA kortum bara í 10 daga svo þá mun heimildin oft falla niður áður en vara er pöntuð - við gerum þá tilraun til að skuldfæra kortið þann dag sem tilboðið virkjast.

Hvaða greiðslumáta er hægt að nota?

Við tökum við öllum helstu greiðslukortum: Visa og Mastercard.

Hvernig fer afhending fram?

Vörur eru sendar með Póstinum eða öðrum flutningsaðilum. Þú færð rakningarnúmer þegar vara hefur verið send. Afhending er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að varan lendir á Íslandi.

Hafðu samband

Þjónustutölvupóstur

Sendu okkur tölvupóst ef þú þarft hjálp eða hefur spurningar:

thjonusta@gamakaup.is

Svartími

Við stefnum að því að svara öllum fyrirspurnum innan 24 klst. á virkum dögum.

Aðgangur og pantanir

Þarf ég að stofna aðgang?

Nei, þú getur pantað sem gestur. Ef þú stofnar aðgang geturðu hins vegar fylgst með pöntunum þínum og fengið tilkynningar um ný tilboð. Einnig getur þú fengið afslátt af þínum kaupum með því að deila til vina og vandamanna, ef einhver kaupir út frá þinni deilingu þá færð þú 2000 kr afslátt - sem safnast upp eftir fjölda kaupenda.

Hvernig get ég séð pantanir mínar?

Ef þú ert með aðgang geturðu skráð þig inn og farið í "Mínar pantanir". Þar sérðu stöðu allra pantana þinna.

Get ég hætt við pöntun?

Já, þú getur hætt við pöntun á meðan tilboðið er enn opið. Ef tilboðið hefur þegar náð lágmarki er ekki hægt að hætta við. Sendu tölvupóst á thjonusta@gamakaup.is ef þú vilt hætta við.

Fannstu ekki svar við spurningunni þinni?

Sendu okkur tölvupóst og við munum svara eins fljótt og auðið er.

Sendu tölvupóst